Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 23:31 Hér sést svokallað HIMARS-eldflaugakerfi, eitt af þeim eldflaugakerfum sem ríkisstjórn Bandaríkjanan íhugar sterklega að senda til Úkraínu. Þessi mynd er tekin á Filipps-eyjum. Dondi Tawatao/Getty Images) Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki. Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki.
Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira