Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni Isabel Alejandra Díaz skrifar 4. maí 2022 09:31 Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hagsmunir stúdenta Reykjavík Isabel Alejandra Díaz Háskólar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun