Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 11:00 Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun