Húsnæðismarkaður í heljargreipum borgarlínu Baldur Borgþórsson skrifar 21. febrúar 2022 11:00 Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skipulag Borgarlína Samgöngur Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun