Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 10:13 Slysið varð vestan við skólabygginguna á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan tvö í gær. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Hreiðar Hreiðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi orðið fyrir neðan skólabygginguna á Laugum, vestan megin. Pilturinn og fleiri ungmenni hafi verið að leik í snjónum í brekku sem þar er. Pilturinn hafi runnið út á Austurhlíðarveg, sem liggur að skólanum, og orðið þar fyrir bíl. Skólahald fellur niður Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem slys. „Það voru þónokkrir nemendur Laugaskóla þarna utandyra bara eins og gengur, og verða vitni að þessum hörmungum,“ segir Hreiðar. Skólahald fellur niður á Laugum í dag vegna slyssins en nemendum var boðin áfallahjálp hjá fulltrúum Rauða krossins í gær. Slíkt verður áfram í boði í dag, samkvæmt bréfi frá skólastjórnendum til nemenda og forráðamanna sem sent var í gær. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ sagði jafnframt í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir. Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum. Samgönguslys Þingeyjarsveit Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan tvö í gær. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Hreiðar Hreiðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi orðið fyrir neðan skólabygginguna á Laugum, vestan megin. Pilturinn og fleiri ungmenni hafi verið að leik í snjónum í brekku sem þar er. Pilturinn hafi runnið út á Austurhlíðarveg, sem liggur að skólanum, og orðið þar fyrir bíl. Skólahald fellur niður Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem slys. „Það voru þónokkrir nemendur Laugaskóla þarna utandyra bara eins og gengur, og verða vitni að þessum hörmungum,“ segir Hreiðar. Skólahald fellur niður á Laugum í dag vegna slyssins en nemendum var boðin áfallahjálp hjá fulltrúum Rauða krossins í gær. Slíkt verður áfram í boði í dag, samkvæmt bréfi frá skólastjórnendum til nemenda og forráðamanna sem sent var í gær. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ sagði jafnframt í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir. Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum.
Um Framhaldsskólann á Laugum Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu ár Framhaldsskólans voru starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Var þar um að ræða almenna bóknámsbraut, viðskiptabraut, matvælatæknibraut og íþróttabraut. Árið 1990 var matvælatækni-brautin lögð niður og stofnuð ferðamálabraut í hennar stað. Viðskiptabrautin var síðan aflögð 1993 og ferðamálabrautin hvarf af sjónarsviðinu 1996 en félagsfræðibraut var tekin upp í staðinn það sama ár. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur. Lengi voru skiptar skoðanir um það meðal yfirmanna menntamála hvort skólinn ætti að bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs eða halda sig við styttri brautir. Stúdentsprófið varð ofan á og frá árinu 1997 hefur skólinn útskrifað stúdenta af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum.
Samgönguslys Þingeyjarsveit Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48