Segir úttektina á KSÍ vera gaslýsingu á þolendur Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2021 19:29 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir er á meðal þeirra sem beint hafa spjótum að viðbrögðum KSÍ vegna tilkynninga um kynferðisbrot. Stöð 2 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir að skýrsla úttektarnefndar vegna viðbragða KSÍ við kynferðisbrotamálum sé opinber gaslýsing á þolendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennar segir skýrsluna hafa verið „pínu svekk“. Óháð úttektarnefnd ÍSÍ á viðbrögðum KSÍ vegna viðbragða við kynferðisbrotamálum skilaði skýrslu sinni í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Niðurstaðan „pínu svekk“ að mati Hönnu Bjargar Þessa niðurstöðu gagnrýndu Þórhildur Gyða og Hanna Björg í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ef ég skildi nefndina rétt þá sagði hún að það væri ekki meira en gerist og gengur í samfélaginu sem er náttúrulega ákveðin staðfesting á að það ríki hér þöggun og nauðgunarmenning í samfélaginu,“ sagði Hanna Björg aðspurð um hvað henni fyndist um niðustöðu nefndarinnar um að ekki sé hægt að fullyrða að atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Sjá má sjónvarpsfrétt fréttastofu um skýrsluna hér að neðan þar sem einnig má horfa á viðtalið við Þórhildi Gyðu og Hönnu Björgu. „Það að KSÍ hafi ekki meiri metnað, að það sé ekki gefið í skyn að það sé ekki ástæða fyrir KSÍ að vera ekki með þöggun og ekki með nauðgunarmenningu innan sinna raða í ljósi þess að þetta er stærsta uppeldishreyfing á Íslandi fyrir utan skólakerfið. Það er ákveðið metnaðarleysi. Þetta var pínu svekk,“ sagði Hanna Björg sem hefur verið afar gagnrýnin á KSÍ að undanförnu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.Vísir/VIlhelm. Þórhildur Gyða tók í sama streng. „Þessi skýrsla fyrir mér er bara opinber gaslýsing á þolendur þar sem að vandinn er ekki viðurkenndur. Við erum með tölvupóstsamskipti þar sem fjallað er um að það þurfi að vernda knattspyrnuhreyfinguna og hennar ímynd sem fer á milli stjórnarmeðlima,“ sagði Þórhildur Gyða. Þá vitnaði hún í umfjöllun skýrslunnar um málið sem beinist gegn Aroni Einar og Gunnþóri. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem nefndin fékk í viðtölum einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla árið 2010 fengið vitneskju um að að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast, tengt því að tveir landsliðsmenn hafi verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér líkt og það er orðað í skýrslunni. „Þeir einstaklingar sem nefndin ræddi við báru þó ekki að þeir hefðu heyrt frásagnir um að kynferðisbrot hefði átt sér stað en lögð hafi verið áhersla á að leyna atvikinu með vísan til þess að annar leikmaðurinn hefði átt kærustu sem ekki hefði mátt komast að því hvað hefði gerst,“ segir í skýrslunni. Sagði Þórhildur Gyða að í þessu fælist viðurkenningum að einstaklingar tengdir A-landsliði karla hefðu haft vitneskju um hvað átti sér stað uppi á umræddi hótelherbergi umrætt kvöld árið 2010. „Við erum með viðurkenningu á því að það hafi verið vitneskja meðal aðila sem tengjast A-landsliðunu árið 2010 um atburðinn sem átti sér stað og það hafi eitthvað gerst sem átti ekki hafa gerst. Það er tengt við að framhjáhald hafi átt sér stað en við vitum öll að orðræðan í kringum þetta hefur meira tengst kynferðisbroti heldur en einhverju framhjáhaldi og mér finnst þetta bara fáránleg afsökun.“ Tekið er þó fram í skýrslunni að þeir einstaklingar sem nefndin hafi rætt við um umræddan atburði hafi ekki talið sig vera í aðstöði um að fullyrða neitt um hvað hafi gerst í raun og veru. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Óháð úttektarnefnd ÍSÍ á viðbrögðum KSÍ vegna viðbragða við kynferðisbrotamálum skilaði skýrslu sinni í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Niðurstaðan „pínu svekk“ að mati Hönnu Bjargar Þessa niðurstöðu gagnrýndu Þórhildur Gyða og Hanna Björg í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ef ég skildi nefndina rétt þá sagði hún að það væri ekki meira en gerist og gengur í samfélaginu sem er náttúrulega ákveðin staðfesting á að það ríki hér þöggun og nauðgunarmenning í samfélaginu,“ sagði Hanna Björg aðspurð um hvað henni fyndist um niðustöðu nefndarinnar um að ekki sé hægt að fullyrða að atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Sjá má sjónvarpsfrétt fréttastofu um skýrsluna hér að neðan þar sem einnig má horfa á viðtalið við Þórhildi Gyðu og Hönnu Björgu. „Það að KSÍ hafi ekki meiri metnað, að það sé ekki gefið í skyn að það sé ekki ástæða fyrir KSÍ að vera ekki með þöggun og ekki með nauðgunarmenningu innan sinna raða í ljósi þess að þetta er stærsta uppeldishreyfing á Íslandi fyrir utan skólakerfið. Það er ákveðið metnaðarleysi. Þetta var pínu svekk,“ sagði Hanna Björg sem hefur verið afar gagnrýnin á KSÍ að undanförnu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.Vísir/VIlhelm. Þórhildur Gyða tók í sama streng. „Þessi skýrsla fyrir mér er bara opinber gaslýsing á þolendur þar sem að vandinn er ekki viðurkenndur. Við erum með tölvupóstsamskipti þar sem fjallað er um að það þurfi að vernda knattspyrnuhreyfinguna og hennar ímynd sem fer á milli stjórnarmeðlima,“ sagði Þórhildur Gyða. Þá vitnaði hún í umfjöllun skýrslunnar um málið sem beinist gegn Aroni Einar og Gunnþóri. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem nefndin fékk í viðtölum einstaklingar sem tengdust A-landsliði karla árið 2010 fengið vitneskju um að að eitthvað hefði gerst í ferðinni sem átti ekki að gerast, tengt því að tveir landsliðsmenn hafi verið með stelpu uppi á herbergi hjá sér líkt og það er orðað í skýrslunni. „Þeir einstaklingar sem nefndin ræddi við báru þó ekki að þeir hefðu heyrt frásagnir um að kynferðisbrot hefði átt sér stað en lögð hafi verið áhersla á að leyna atvikinu með vísan til þess að annar leikmaðurinn hefði átt kærustu sem ekki hefði mátt komast að því hvað hefði gerst,“ segir í skýrslunni. Sagði Þórhildur Gyða að í þessu fælist viðurkenningum að einstaklingar tengdir A-landsliði karla hefðu haft vitneskju um hvað átti sér stað uppi á umræddi hótelherbergi umrætt kvöld árið 2010. „Við erum með viðurkenningu á því að það hafi verið vitneskja meðal aðila sem tengjast A-landsliðunu árið 2010 um atburðinn sem átti sér stað og það hafi eitthvað gerst sem átti ekki hafa gerst. Það er tengt við að framhjáhald hafi átt sér stað en við vitum öll að orðræðan í kringum þetta hefur meira tengst kynferðisbroti heldur en einhverju framhjáhaldi og mér finnst þetta bara fáránleg afsökun.“ Tekið er þó fram í skýrslunni að þeir einstaklingar sem nefndin hafi rætt við um umræddan atburði hafi ekki talið sig vera í aðstöði um að fullyrða neitt um hvað hafi gerst í raun og veru. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43