Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Rannveig Grétarsdóttir skrifar 7. desember 2021 12:01 Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun