Skipulagsstefna ÁTVR Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 4. desember 2021 07:02 Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun