Sorphirða Jónas Elíasson skrifar 28. nóvember 2021 20:00 Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Sorpa Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor .
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun