Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 11:17 Paul McCartney og John Lennon. Getty Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum. „John gekk inn í herbergið einn daginn og sagði ég er hættur í Bítlunum. Og hann sagði: „Þetta er spennandi, eins og skilnaður“,“ sagði McCartney við BBC. Margir hafa haldið fram að McCartney hafi hætt í Bítlunum og bundið enda starfsemi hljómsveitarinnar. Samkvæmt BBC verið vísað í fréttatilkynningu frá honum vegna sólóplötu sem hann gaf út árið 1970. Í þeirri tilkynningu sagðist McCartney ekki sjá fyrir sér að hann og Lennon gætu tekið höndum saman aftur. Aðspurður hvort Bítlarnir hefðu getað starfað áfram ef Lennon hefði ekki hætt, sagði McCartney svo vera. „Staðreyndin var sú að John var að hefja nýtt líf með Yoko og hann vildi liggja í rúmi í viku í Amsterdam fyrir frið. Þú gast ekkert sagt við því. Þetta var erfiðasti tími lífs míns,“ sagði McCartney. Í viðtalinu, sem hefur ekki verið birt enn, sagðist McCartney hafa viljað halda áfram. Bítlarnir hefðu verið líf hans og þeir hefðu staðið sig mjög vel. Þeir hafi allir vitað að Bítlarnir væru búnir en átt erfitt með að sætta sig við það. Deilur milli McCartney og Allen Klein, sem var þá tiltölulega nýr umboðsmaður Bítlanna, leiddu svo til þess að McCartney höfðaði mál gegn öllum öðrum meðlimum hljómsveitarinnar. Hann vildi tryggja að Klein sæti ekki uppi með réttinn að allri tónlist Bítlanna. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu verið með Klein í liði. McCartney sagði hina Bítlana hafa þakkað sér fyrir, mörgum árum seinna, að höfða málið og tryggja eignarrétt þeirra að tónlistinni. Tónlist Bretland Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
„John gekk inn í herbergið einn daginn og sagði ég er hættur í Bítlunum. Og hann sagði: „Þetta er spennandi, eins og skilnaður“,“ sagði McCartney við BBC. Margir hafa haldið fram að McCartney hafi hætt í Bítlunum og bundið enda starfsemi hljómsveitarinnar. Samkvæmt BBC verið vísað í fréttatilkynningu frá honum vegna sólóplötu sem hann gaf út árið 1970. Í þeirri tilkynningu sagðist McCartney ekki sjá fyrir sér að hann og Lennon gætu tekið höndum saman aftur. Aðspurður hvort Bítlarnir hefðu getað starfað áfram ef Lennon hefði ekki hætt, sagði McCartney svo vera. „Staðreyndin var sú að John var að hefja nýtt líf með Yoko og hann vildi liggja í rúmi í viku í Amsterdam fyrir frið. Þú gast ekkert sagt við því. Þetta var erfiðasti tími lífs míns,“ sagði McCartney. Í viðtalinu, sem hefur ekki verið birt enn, sagðist McCartney hafa viljað halda áfram. Bítlarnir hefðu verið líf hans og þeir hefðu staðið sig mjög vel. Þeir hafi allir vitað að Bítlarnir væru búnir en átt erfitt með að sætta sig við það. Deilur milli McCartney og Allen Klein, sem var þá tiltölulega nýr umboðsmaður Bítlanna, leiddu svo til þess að McCartney höfðaði mál gegn öllum öðrum meðlimum hljómsveitarinnar. Hann vildi tryggja að Klein sæti ekki uppi með réttinn að allri tónlist Bítlanna. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu verið með Klein í liði. McCartney sagði hina Bítlana hafa þakkað sér fyrir, mörgum árum seinna, að höfða málið og tryggja eignarrétt þeirra að tónlistinni.
Tónlist Bretland Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira