Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:47 Agla María Albertsdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks gegn Osijek. vísir/hulda margrét Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik vann 3-0 sigur á Osijek frá Króatíu í dag og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Agla María skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Þetta er forréttindastaða, að spila svona lengi og mæta svona góðum liðum. Ég kvarta ekki,“ sagði Agla María við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn og öruggur. „Það var gott að fá mark snemma. Það hjálpaði mikið til. Það var gott hversu agaðar og skipulagðar við vorum í vörninni. Það skilaði sér í dag. Þær þurftu að fara framar og þá opnaðist pláss fyrir okkur,“ sagði Agla María. Dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á mánudaginn og verða mörg stór lið í pottinum. En á Agla María sér einhverja óskamótherja í riðlakeppninni? „Ég veit ekki, einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona en við tökum öllu,“ svaraði Agla María. Hún segir að mikil eining og góður liðsandi sé í leikmannahópi Breiðabliks. „Það er mjög góð stemmning í hópnum og það hefur sýnt sig. Við höfum spilað mjög þétt undanfarið og staðið vel saman og ætlum að klára þetta tímabil með stæl,“ sagði Agla María að endingu. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Breiðablik vann 3-0 sigur á Osijek frá Króatíu í dag og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Agla María skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Þetta er forréttindastaða, að spila svona lengi og mæta svona góðum liðum. Ég kvarta ekki,“ sagði Agla María við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn og öruggur. „Það var gott að fá mark snemma. Það hjálpaði mikið til. Það var gott hversu agaðar og skipulagðar við vorum í vörninni. Það skilaði sér í dag. Þær þurftu að fara framar og þá opnaðist pláss fyrir okkur,“ sagði Agla María. Dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á mánudaginn og verða mörg stór lið í pottinum. En á Agla María sér einhverja óskamótherja í riðlakeppninni? „Ég veit ekki, einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona en við tökum öllu,“ svaraði Agla María. Hún segir að mikil eining og góður liðsandi sé í leikmannahópi Breiðabliks. „Það er mjög góð stemmning í hópnum og það hefur sýnt sig. Við höfum spilað mjög þétt undanfarið og staðið vel saman og ætlum að klára þetta tímabil með stæl,“ sagði Agla María að endingu.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00