Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“

    „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Fjöl­mennasti leikur sem Breiða­blik hefur spilað“

    Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

    Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“

    Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir

    „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fögnuðu með skrúð­göngu í skugga ó­eirða

    Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. 

    Fótbolti