„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 30.7.2025 20:49
Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Eftir 4-1 tap í Bergen áttu lærisveinar Freys Alexanderssonar litla möguleika fyrir síðari leik sinn gegn Red Bull Salzburg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah frá Armeníu og lagði upp eitt marka liðsins þegar það féll úr leik. Fótbolti 30.7.2025 20:48
Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Breiðablik mátti þola 0-1 tap í síðari leik liðsins gegn Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lech Poznan vinnur einvígið 8-1 samanlagt. Fótbolti 30.7.2025 17:47
Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Góðvinirnir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í efstu deild Noregs, munu starfa saman á nýjan leik. Fótbolti 22. júlí 2025 17:30
„Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim. Fótbolti 22. júlí 2025 12:16
Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Íslensku liðin stóðu sig frábærlega í fyrstu umferð undankeppni Evrópukeppnanna tveggja og fóru öll þrjú mjög sannfærandi áfram. Fótbolti 18. júlí 2025 10:31
Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli. Fótbolti 16. júlí 2025 12:07
„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það. Fótbolti 15. júlí 2025 21:33
Sænsku meistararnir örugglega áfram Íslendingaliðið Malmö komst nokkuð örugglega áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lagði Iberia frá Georgíu 3-1 og 6-2 samanlagt. Fótbolti 15. júlí 2025 18:57
Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Þjálfari liðsins, Halldór Árnason, hafði fyrir leik fullyrt að Blikar skoruðu alltaf á heimavelli en sú spá reyndist sönn. Fótbolti 15. júlí 2025 18:17
„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Fótbolti 15. júlí 2025 12:33
Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Fótbolti 15. júlí 2025 09:31
Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Fjórir portúgalskir knattspyrnumenn eiga möguleika á því að verða sjöfaldir meistarar á árinu 2025 eftir magnaða framgöngu með bæði félagsliði og landsliði. Fótbolti 10. júlí 2025 15:16
Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Breiðablik tapaði 1-0 á móti albanska liðinu Egnatia í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Albaníu og Blikar þurfa því að vinna upp eins marks forskot í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Fótbolti 8. júlí 2025 21:00
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 13:01
Blikarnir í beinni frá Albaníu Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og leikur liðsins verður í beinni á Sýn Sport. Fótbolti 7. júlí 2025 14:31
Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í dag í pottinum annan daginn í röð í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti 18. júní 2025 10:15
Blikar lentu á móti albönsku meisturunum Dregið var í hádeginu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum. Fótbolti 17. júní 2025 12:17
Ribery hló að Ronaldo á samfélagsmiðlum Cristiano Ronaldo hefur verið duglegur að tala niður og gera lítið úr verðlaunaafhendingu Gullknattarins, Ballon d’Or, eftir að hann hætti að blanda sér í baráttuna. Fótbolti 8. júní 2025 17:02
Földu sig inn á klósetti í 27 klukkutíma og sáu úrslitaleikinn fritt Tvær belgískar Tik Tok stjörnur virðast hafa komist upp með að að fá úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta án þess að borga krónu fyrir. Fótbolti 5. júní 2025 22:30
Fiorentina óákveðið og lið í Meistaradeildinni hafa áhuga á Alberti Framtíð Alberts Guðmundssonar er óráðin, lánssamningur hans við Fiorentina er að renna út og félagið hefur ekki tekið ákvörðun um að kaupa hann frá Genoa, sem hefur fundið fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Meistaradeildinni. Fótbolti 4. júní 2025 11:32
Inzaghi hættur með Inter og stýrir nýju liði á HM Ítalski stjórinn Simone Inzaghi hefur ákveðið, eftir að hafa í annað sinn á þremur árum komið Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, að segja skilið við félagið og taka við Al Hilal í Sádi-Arabíu. Fótbolti 3. júní 2025 15:19
UEFA breytir reglu í Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu er ekki hætt að fikta í reglum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 2. júní 2025 20:31
Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Fótbolti 2. júní 2025 07:44