Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 07:31 Samkvæmt frétt Guardian greinast um 2.200 einstaklingar með umrætt krabbamein á ári hverju í Bretlandi. Getty Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli. Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli.
Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira