Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2021 14:56 Naomi Wolf virðist hafa orðið samsæriskenningum um bóluefni að bráð í seinni tíð. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk. Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira