Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2021 14:56 Naomi Wolf virðist hafa orðið samsæriskenningum um bóluefni að bráð í seinni tíð. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk. Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Stjarna Wolf hefur fallið verulega undanfarin ár en hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með bók sinni „Fegurðargoðsögninni“ sem hefur verið kennd við þriðju bylgju femínisma sem kom út árið 1990. Bandarískur útgefandi Wolf hætti við að gefa út bók eftir hana árið 2019 eftir að í ljós kom að hún virtist hafa misskilið í grundvallaratriðum enskan lagabálk frá 19. öld sem bókin byggði meðal annars á. Undanfarna mánuði hefur Wolf svo deilt sífellt furðulegri kenningum um bóluefni á samfélagsmiðlum. Hún hefur tíst um að bóluefni séu „hugbúnaður sem getur tekið við gagnasendingum“ og líkt Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna, við djöfulinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú síðast tísti Wolf um að skilja þyrfti þvag og saur fólks sem hefur verið bólusett frá öðru skólpi á meðan áhrif þess á óbólusett fólk með drykkjavatni væru rannsökuð. Sumir samfélagsmiðlanotendur hafa sakað Twitter um ritskoðunartilburði með banni Wolf. Aðrir fagna því á móti að vera lausir við stoðlausar samsæriskenningar hennar. oh look we ve been vaccinated against the unhinged ratings of naomi wolf pic.twitter.com/d1JibWXMz5— shauna (@goldengateblond) June 5, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Twitter Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira