Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddu við fréttamenn í tilefni þess að Rússar hafi tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum. norðurskautsráðið Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01
Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10