Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á tali í Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins. Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins.
Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08