Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:47 Mörg Evrópuríki hættu að bólusetja með bóluefni AstraZeneca nú í vor eftir að upp komu tilfelli blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Flest ríkjanna hafa gefið grænt ljós á bólusetningu með efninu á ný, þar á meðal Ísland. Vísir/vilhelm Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“