Að skapa jarðveginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 09:30 Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun