Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 19:52 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Vísir/EPA Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira