Ítalir herða tökin aftur af ótta við nýja bylgju faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 08:32 Margir staðir þurfa að skella í lás þegar hertar aðgerðir taka gildi á Ítalíu eftir helgi, þar á meðal á þéttbýlustu stöðum landsins í og í kringum stórborgirnar Róm og Mílanó. Vísir/EPA Verslunum, veitingastöðum og skólum verður lokað víðast hver á Ítalíu á mánudag vegna fjölgunar smitaðra undanfarna daga. Mario Draghi, forsætisráðherra, varar við því að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé í uppsiglingu. Landsmenn eiga að halda sig heima nema þegar þeir fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu eða aðra nauðsynlega þjónustu. Aðgerðirnar eiga að gilda fram yfir páska. Yfir páskana sjálfa verður öllu lokað um allt land. Draghi sagðist gera sér grein fyrir áhrifum aðgerðanna á menntun barna, geðheilsu fólks og efnahag landsins. Þær væru engu að síður nauðsynlegar til þess að forðast að staðan versnaði enn og kallaði á enn strangari aðgerðir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að smituðum hafi fjölgað um allt landið undanfarnar sex vikur. Nú greinast um 25.000 manns smitaðir af veirunni á hverjum degi. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar á Ítalíu, flestir í Evrópu utan Bretlands. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni á Ítalíu eins og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld komu í veg fyrir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca flytti um 250.000 skammta af bóluefni sínu sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu í síðustu viku. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Landsmenn eiga að halda sig heima nema þegar þeir fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu eða aðra nauðsynlega þjónustu. Aðgerðirnar eiga að gilda fram yfir páska. Yfir páskana sjálfa verður öllu lokað um allt land. Draghi sagðist gera sér grein fyrir áhrifum aðgerðanna á menntun barna, geðheilsu fólks og efnahag landsins. Þær væru engu að síður nauðsynlegar til þess að forðast að staðan versnaði enn og kallaði á enn strangari aðgerðir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að smituðum hafi fjölgað um allt landið undanfarnar sex vikur. Nú greinast um 25.000 manns smitaðir af veirunni á hverjum degi. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar á Ítalíu, flestir í Evrópu utan Bretlands. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni á Ítalíu eins og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld komu í veg fyrir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca flytti um 250.000 skammta af bóluefni sínu sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu í síðustu viku.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22