Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 14:28 Sérfræðingur segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta er. epa Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira