Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 23:34 Íbúar Wuhan á ferð og flugi. Nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum í borginni. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38