Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 13:31 Heilbrigðisstarfsmenn þrífa ingang sjúkrahúss í Wuhan í janúar. AP/Dake Kang Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12
Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56