Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 16:00 Hallbera Guðný tjáði sig á Facebook-síðu sinni um Jón Þór Hauksson, fráfarandi landsliðsþjálfara, í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. Hallbera Guðný hefur nú - líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins - tjáð sig varðandi umræðuna í kringum íslenska kvennalandsliðið eftir uppsögn Jóns Þórs Haukssonar. Málið snýr að því sem gerðist eftir 1-0 sigur Íslands á Ungverjalandi ytra þar sem sæti á EM 2022 í Englandi var tryggt. Jón Þór, þjálfari liðsins, fór þar yfir strikið í samskiptum sínum við leikmenn. Hann sagði í kjölfarið starfi sínu lausu en ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki varðandi viðbrögð leikmanna ef Jón Þór yrði áfram þjálfara liðsins. Sara Björk tjáði sig á Twitter-síðu sinni í gær og Hallbera Guðný gerði slíkt hið sama á Facebook-síðu sinni í dag. Þar þakkar hún Jóni Þóri fyrir samstarfið og telur hann flottan þjálfara. Hallbera segist hins vegar ekki geta setið undir þeim ásökunum að leikmenn hafi haft eitthvað með uppsögn hans að gera. „Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin tvö ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja,“ segir Hallbera í pósti sínum. Hún heldur svo áfram. „Það hryggir mig hins vegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum. Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022.“ „Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin,“ segir Hallbera Guðný að lokum. Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur...Posted by Hallbera Guðný Gísladóttir on Thursday, December 10, 2020 Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01 Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Hallbera Guðný hefur nú - líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins - tjáð sig varðandi umræðuna í kringum íslenska kvennalandsliðið eftir uppsögn Jóns Þórs Haukssonar. Málið snýr að því sem gerðist eftir 1-0 sigur Íslands á Ungverjalandi ytra þar sem sæti á EM 2022 í Englandi var tryggt. Jón Þór, þjálfari liðsins, fór þar yfir strikið í samskiptum sínum við leikmenn. Hann sagði í kjölfarið starfi sínu lausu en ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki varðandi viðbrögð leikmanna ef Jón Þór yrði áfram þjálfara liðsins. Sara Björk tjáði sig á Twitter-síðu sinni í gær og Hallbera Guðný gerði slíkt hið sama á Facebook-síðu sinni í dag. Þar þakkar hún Jóni Þóri fyrir samstarfið og telur hann flottan þjálfara. Hallbera segist hins vegar ekki geta setið undir þeim ásökunum að leikmenn hafi haft eitthvað með uppsögn hans að gera. „Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin tvö ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja,“ segir Hallbera í pósti sínum. Hún heldur svo áfram. „Það hryggir mig hins vegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum. Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022.“ „Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin,“ segir Hallbera Guðný að lokum. Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur...Posted by Hallbera Guðný Gísladóttir on Thursday, December 10, 2020
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01 Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07
Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01
Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51