Alþjóðadagur fatlaðs fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2020 20:24 Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun