Aldrei fleiri dáið vegna Covid-19 Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 09:58 Heilbrigðisstarfsmenn í Moskvu flytja konu á sjúkrahús. EPA/SERGEI ILNITSKY Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi. Í gær var fjöldinn 491 og var það einnig met. Alls hafa 37.538 dáið vegna Covid-19 í Rússlandi. Nýsmitaðir voru 23.675 í gær. Þar af 4.685 í Moskvu og 3.421 í St. Pétursborg en þar hefur smituðum farið fjölgandi að undanförnu. Nýgengi smita hefur hækkað úr 6,1 einum í 17,1 á hverja hundrað þúsund íbúa á undanförnum vikum. Tass fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, segir að nú séu 464.564 virk smit í landinu, samkvæmt opinberum tölum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrir viku síðan að hann hefði áhyggjur af stöðunni í Rússlandi. Varaði hann sérstaklega héraðsstjóra Rússlands við því að reyna að fegra stöðuna í héruðum sem þeir stjórna. Sjúkrahús í borginni Ufa var nýverið dæmt til að greiða sekt fyrir að hafa leyna rúmlega 1.400 smitum. Embættismenn í borginni segja að um misskilning hafi verið að ræða og lögmenn sjúkrahússins segjast ætla að áfrýja niðurstöðunni. Samkvæmt frétt Moscow Times segja yfirvöld í Rússlandi að það að þessum smitum hafi verið leynt hafi leitt til umfangsmikillar dreifingar veirunnar í héraðinu. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi. Í gær var fjöldinn 491 og var það einnig met. Alls hafa 37.538 dáið vegna Covid-19 í Rússlandi. Nýsmitaðir voru 23.675 í gær. Þar af 4.685 í Moskvu og 3.421 í St. Pétursborg en þar hefur smituðum farið fjölgandi að undanförnu. Nýgengi smita hefur hækkað úr 6,1 einum í 17,1 á hverja hundrað þúsund íbúa á undanförnum vikum. Tass fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, segir að nú séu 464.564 virk smit í landinu, samkvæmt opinberum tölum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrir viku síðan að hann hefði áhyggjur af stöðunni í Rússlandi. Varaði hann sérstaklega héraðsstjóra Rússlands við því að reyna að fegra stöðuna í héruðum sem þeir stjórna. Sjúkrahús í borginni Ufa var nýverið dæmt til að greiða sekt fyrir að hafa leyna rúmlega 1.400 smitum. Embættismenn í borginni segja að um misskilning hafi verið að ræða og lögmenn sjúkrahússins segjast ætla að áfrýja niðurstöðunni. Samkvæmt frétt Moscow Times segja yfirvöld í Rússlandi að það að þessum smitum hafi verið leynt hafi leitt til umfangsmikillar dreifingar veirunnar í héraðinu.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira