John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:45 Donald Trump og John Bolton þegar sá síðarnefndi starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi fyrir forsetann. Hann hætti í september síðastliðnum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. vísir/epa John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25