Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 22:39 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Nicholas Kamm Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira