Tíföldum listamannalaunin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 13. apríl 2020 09:00 Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Listamannalaun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun