Varar við myrkasta vetri sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 15:29 Dr. Richard Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. AP/Shawn Thew Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira