Auðveldum okkur lífið í jólavertíðinni Kristbjörn Hilmir Kjartansson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun