Vörumerkið þitt, hvernig líður því? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. október 2019 12:00 Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun