Bótamáli sparifjáreigenda gegn Hreiðari Má og Ólafi vísað frá dómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 17:56 Ólafur Ólafsson (t.v.) og Hreiðar Már Guðmundsson (t.h.) Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45