Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 23:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af Sadiq Khan, borgarstjóra London. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05