Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 23:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af Sadiq Khan, borgarstjóra London. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkti Shadiq Khan borgarstjóra London við hamfarir í færslu á Twitter í ljósi þriggja morða sem framin voru í borginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir borgarstjórann en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni „LONDON þarf nýjan borgarstjóra eins fljótt og auðið er. Khan er stórslys – mun aðeins versna!“ skrifaði Trump á Twitter í kvöld. Forsetinn vísaði þar í fréttaflutning af árásunum í London en tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í borginni í gær. Þriðji maðurinn var svo stunginn til bana síðdegis í dag.LONDON needs a new mayor ASAP. Khan is a disaster - will only get worse! https://t.co/n7qKI3BbD2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2019 Þá vakti athygli að Trump birti með færslu sinni hlekk á færslu hinnar umdeildu fjölmiðlakonu Katie Hopkins. Hopkins þessi er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til að mynda vikið úr starfi hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Í frétt Sky-fréttastofunnar er haft eftir talsmanni Khan að borgarstjóranum þyki málflutningur Trumps ekki svara verður. Khan kjósi heldur að einbeita sér að uppbyggingu samfélagsins í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hellir sér yfir borgarstjórann. Forsetinn kallaði Khan „ískaldan aula“ á Twitter við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í byrjun júní. Trump sendi tístin frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Þá líkti Khan forsetanum við fasista 20. aldar í grein sem birtist í tímaritinu Observer í tilefni af áðurnefndri heimsókn Trumps til Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“