Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 10:15 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10