Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:13 Umrædd blokk fyrir eldri borgara er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent