Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 11:15 "Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði faðir Assange. Vísir/EPA Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“ Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“
Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00