Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2019 19:15 Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja. Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja.
Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira