Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þykkari augn­hár og auga­brúnir – vísindin á bak við UKLASH

Þétt augnhár og skarpar augabrúnir eru meira en tískufyrirbæri – þær ramma inn andlitið og gefa svip. Maskari, gerviaugnhár og microblading er frábærar lausnir, en nútímaserum bjóða hins vegar upp á milda og vísindalega studda lausn sem styður við heilbrigðan vöxt og er einfalt og árangsríkt til að byrja á heima fyrir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Silkimjúk súpa fyrir sálina

Það er fátt betra en bragðgóð og nærandi súpa. Hér er á ferðinni silkimjúk kókós- og engifersúpa sem auðvelt er að aðlaga að eigin smekk. Fyrir þá sem vilja gera hana enn matmeiri má bæta við kjúklingi, rækjum, tófu, núðlum eða því sem hugurinn girnist.

Lífið
Fréttamynd

Bylting fram­undan en Land­spítalinn þurfi að hlaupa hraðar

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað.

Innlent
Fréttamynd

Ljúffengir hafraklattar með kaffinu

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu.

Lífið
Fréttamynd

Fram­tíð tann­lækninga og gervi­greindar – kynntu þér Oraxs

Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum.

Samstarf
Fréttamynd

Ein­faldar leiðir til að róa tauga­kerfið

Streita er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og getur haft áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu okkar. Með nokkrum einföldum ráðum er hægt að róa taugakerfið og koma í veg fyrir að streitan hafi of mikil áhrif á okkar daglega líf.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í sam­böndum

„Oft sjáum við pósta um rauð flögg í samböndum sem vekja okkur til meðvitundar um hvernig fólk við ættum að forðast,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, í nýlegum pistli á Facebook-síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Suð­rænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift að fagurgrænum og ferskum þeytingi með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er stútfullur af hollustu og ætti að gefa góða orku inn í daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk

Sara T. Rúnarsdóttir er einstök kona með stórt hjarta og kraftmikinn lífsstíl. Hún heldur sér virkri og verkjalausri með hjálp OsteoStrong og lætur ekkert stöðva sig. Sara hefur búið á Íslandi síðan 1976, en saga hennar hófst í Tansaníu þar sem hún er fædd og uppalin. Rætur hennar ná alla leið til borgarinnar Gujarat á Indlandi og þó móðurmál hennar sé gujarati, talar hún einnig reiprennandi íslensku og ensku.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Upp­lifa oft von í fyrsta sinn á Vík

„Við sjáum aftur og aftur að fyrsta skrefið getur verið það erfiðasta en líka það dýrmætasta. Það er oft í kyrrðinni á Vík sem fólki tekst í fyrsta sinn að upplifa von,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég held að þetta sé ekki bóla“

Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. 

Innlent
Fréttamynd

Öldrun í hár­sverði - Fríða Rut gefur ráð

Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi heildverslunarinnar Regalo ehf segir hársvörðinn oft gleymast þegar kemur að húðumhirðu. Hún skrifar hér um mikilvægi þess að hreinsa, næra og vernda hársvörðinn reglulega og mælir með vörum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­lendingar geta verið sóðar

Heiti potturinn er uppspretta vellíðunar fyrir marga – staður til slökunar og samveru. En margir eru þó ekki nægilega duglegir að hreinsa heita potta og halda vatninu hreinu. Þetta getur stafað af vanþekkingu, sérstaklega hjá þeim sem nota rafmagnspotta eða leigja sumarhús með heitum pottum. Potturinn þarfnast nefnilega reglulegrar umhirðu, og ekki síst vatnið í honum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­land fyrst Norður­landa með EMotor­ad raf­magns­hjól

EMotorad er nýtt og spennandi vörumerki á rafmagnshjólamarkaði sem hefur nú rutt sér til rúms á hér á landi. Ísland var sérstaklega valið til þess að kynna vörurnar fyrir Norðurlandamarkaði því neytendur hérlendis eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir á gæði. Þessi alþjóðlega vaxandi framleiðandi hefur náð fótfestu á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Suður Evrópu, Ástralíu og Mið-Austurlöndum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Yngsti gusumeistari landsins

„Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði,“ segir grafíski hönnuðurinn Saga Klose sem er fædd árið 2003 og ber titilinn yngsti gusumeistari landsins. Blaðamaður ræddi við Sögu og fékk að kynnast henni og hinum gríðarlega vinsælu sauna-gusum aðeins betur.

Lífið
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

Ó­missandi göngu­leiðir sem þú verður að prófa

„Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins.

Lífið