„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 19:19 Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk. Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð. Fréttastofan greindi frá því fyrir helgi að opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á tuttugu og fimm sjúkrabílum hafi verið frestað enn og aftur vegna deilu Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Ísland um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Var þetta í þriðja sinn sem útboðinu er frestað og er ástæðan sú að ríkið hefur ekki aðgang að sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn á Íslandi á og rekur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þar miklir fjármunir, það miklir að hægt væri að fara langleiðina í að endurnýja sjúkrabílaflotann á Íslandi.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluEngin lausn í deilu þessara aðila virðist vera í sjónmáli þar sem um er langt samningssamband milli aðila og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu sé að ræða og að tímafrekt hafi verið að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars í fyrra.Sjá einnig: Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Vegna deilunnar var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til þess að taka saman greinargerð um Sjúkrabílasjóð og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Greinargerðinni var skilað í síðustu viku og eftir að aðilar málsins höfðu skoðað skýrsluna urðu þeir ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði.AðsendFréttastofan hefur rætt við umsjónarmenn sjúkrabíla víðsvegar um landið og eru þeir allir sammála um að ástandið á flotanum sé óboðlegt. Engin endurnýjun hefur átt sér stað síðan 2015, þegar samningur um reksturinn rann út. Samkvæmt upplýsingum telur sjúkrabílaflotinn 84 bíla. Í viðmiðurnartölum um aldur og akstur þeirra þyrfti að endurnýja yfir helming flotans á þessu ári, eða um 47 bifreiðar. Dæmum um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum hefur fjölgað og ekki eru til varabílar sem taka við þurfi aðrir að verkstæðisþjónustu að halda.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru sextán sjúkrabílar á starfssvæðinu, fjórir þeirra 26 ára gamlir. Dæmi eru um að alvarlegar bilanir hafi átt sér stað í sjúkrabílum í miðjum forgangsakstri. „Já því miður þá hafa bílar verið að bila og verið óökuhæfir með sjúkling um borð og við höfum orðið að senda aðra sjúkrabíla á móti til þess að ná í sjúklinganna,“ segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn geti ekki treyst á bílana sem þeir vinna á.Vísir/JóhannKGísli segir að í tvígang á stuttum tíma hafi hann þurft að óska eftir bílaflutningabíla til þess að ná í sjúkrabíl og flytja þá á verkstæði. Hann segir að endurnýjun á sínu starfssvæði hefðu þurft að hefjast fyrir sex árum. „Ef að þetta dregst áfram í eitt ár í viðbót þá eru flestir bílar okkar komnir á þriðja hundrað þúsund kílómetra og alls ekki traustvekjandi í þessa,“ segir Gísli.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Gísli hefur áhyggjur af þeim skjólstæðingum sem þurfa á þjónustunni að halda og bætir við að það sé og ömurlegt að hans mannskapur þurfi að vinna á tækjum sem að er ekki treystandi að komast á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.Sjúkrabíll úr Stykkishólmi á verkstæði á Akranesi. Búist er við því að hann verði úr umferð í að minnsta kosti tvær vikur.Vísir/JóhannK Akranes Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk. Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð. Fréttastofan greindi frá því fyrir helgi að opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á tuttugu og fimm sjúkrabílum hafi verið frestað enn og aftur vegna deilu Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Ísland um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Var þetta í þriðja sinn sem útboðinu er frestað og er ástæðan sú að ríkið hefur ekki aðgang að sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn á Íslandi á og rekur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þar miklir fjármunir, það miklir að hægt væri að fara langleiðina í að endurnýja sjúkrabílaflotann á Íslandi.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluEngin lausn í deilu þessara aðila virðist vera í sjónmáli þar sem um er langt samningssamband milli aðila og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu sé að ræða og að tímafrekt hafi verið að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars í fyrra.Sjá einnig: Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Vegna deilunnar var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til þess að taka saman greinargerð um Sjúkrabílasjóð og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Greinargerðinni var skilað í síðustu viku og eftir að aðilar málsins höfðu skoðað skýrsluna urðu þeir ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði.AðsendFréttastofan hefur rætt við umsjónarmenn sjúkrabíla víðsvegar um landið og eru þeir allir sammála um að ástandið á flotanum sé óboðlegt. Engin endurnýjun hefur átt sér stað síðan 2015, þegar samningur um reksturinn rann út. Samkvæmt upplýsingum telur sjúkrabílaflotinn 84 bíla. Í viðmiðurnartölum um aldur og akstur þeirra þyrfti að endurnýja yfir helming flotans á þessu ári, eða um 47 bifreiðar. Dæmum um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum hefur fjölgað og ekki eru til varabílar sem taka við þurfi aðrir að verkstæðisþjónustu að halda.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru sextán sjúkrabílar á starfssvæðinu, fjórir þeirra 26 ára gamlir. Dæmi eru um að alvarlegar bilanir hafi átt sér stað í sjúkrabílum í miðjum forgangsakstri. „Já því miður þá hafa bílar verið að bila og verið óökuhæfir með sjúkling um borð og við höfum orðið að senda aðra sjúkrabíla á móti til þess að ná í sjúklinganna,“ segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn geti ekki treyst á bílana sem þeir vinna á.Vísir/JóhannKGísli segir að í tvígang á stuttum tíma hafi hann þurft að óska eftir bílaflutningabíla til þess að ná í sjúkrabíl og flytja þá á verkstæði. Hann segir að endurnýjun á sínu starfssvæði hefðu þurft að hefjast fyrir sex árum. „Ef að þetta dregst áfram í eitt ár í viðbót þá eru flestir bílar okkar komnir á þriðja hundrað þúsund kílómetra og alls ekki traustvekjandi í þessa,“ segir Gísli.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Gísli hefur áhyggjur af þeim skjólstæðingum sem þurfa á þjónustunni að halda og bætir við að það sé og ömurlegt að hans mannskapur þurfi að vinna á tækjum sem að er ekki treystandi að komast á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.Sjúkrabíll úr Stykkishólmi á verkstæði á Akranesi. Búist er við því að hann verði úr umferð í að minnsta kosti tvær vikur.Vísir/JóhannK
Akranes Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15
Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45