Engir tuddar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. september 2018 07:00 Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun