Samtök um meðferðarsetur fyrir ungt fólk í vanda Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 11. september 2018 11:15 Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þann 17. september næstkomandi hefði Bergur Snær sonur minn orðið 22 ára hefði hann lifað. En hann tók eigið líf aðeins 19 ára þann 18. mars 2016. Hann fór í gegnum flest þau úrræði sem til voru til hjálpar, en ekki náðist að vinna með hans vanda og vanlíðan og hann missti vonina. Eftir að drengurinn minn dó stofnuðum við minningarsjóð sem hefur það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Síðan þá hef ég talað við ótalmarga og heyrt sögur sem eru svo líkar hans Bergs. Sögur um úrræðaleysi eða hvernig úrræði sem til eru passa ekki. Það virðist vera einhver vanmáttur þegar kemur að ungu fólk sem á erfitt, er að deyfa sig með neyslu eða öðrum sjálfsskaða og eiga við áföll, kvíða eða annan geðvanda. Ungt fólk sem dettur út úr framhaldsskólum, missir vinnugetu og/eða flakkar á milli vinna og nær ekki tökum á lífinu. Nær allir sem ég hitti frá degi til dags eiga barn, frænku eða frænda, barnabarn, bróður, systur, barn vina eða einhverja nálægt sér sem þau hafa áhyggjur af og gengur ekki nógu vel að fóta sig í lífinu sem ungar manneskjur. Tölur um vanlíðan ungs fólks, sjálfsvígshugsanir/tilraunir, brottfall úr skólum og aukning í örorku hjá þessum hóp ríma við þessar sögur. Það að við náum ekki utan um þessi mál snýst ekki um að það vanti fagfólk eða þekkingu á Íslandi. Við eigum svo mikið af ótrúlega færu og flottu fólki menntað í geðheilbrigði, fíkn, endurhæfingu, kennslu og öllu hinu. Við þurfum bara að búa til vettvang þar sem við söfnum þessari þekkingu saman og búum til meðferðar úrræði miðað við það sem best gerist. Þetta er það sem við viljum gera. Virkja allt þetta fólk sem brennur fyrir þessum málum og setja á stofn samtök með það að markmiði að koma af stað meðferðarsetri fyrir ungt fólk á Íslandi. Nú þegar er kominn öflugur hópur fólks sem vill fara af stað í verkefnið, sálfræðingar, annað fagfólk, kennarar, háskólafólk og foreldrar og aðstandendur eins og ég. Útgangspunktur okkar er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við viljum nota bestu gagnreyndu aðferðirnar í meðferðarstarfi og flétta inn í daglegt starf listir og íþróttir og lífsleikni í breiðasta skilningi. Finna eldinn innra með unga fólkinu okkar og virkja þau til heilsu og virkni. Það liggja mikil verðmæti í þessum hóp sem ég held að við getum virkjað til hagsbóta fyrir unga fólkið okkar og ekki síður samfélagið í heild. Stofnfundur samtakanna verður þann 17. september klukkan 19:30 í Iðnó. Undirbúningshópurinn vill bjóða öllum sem áhuga hafa á þessu verkefni að koma á fundinn og taka þátt í þessu með okkur. Hér má sjá upplýsingar um fundinn. Fundinum verður streymt rafrænt af facebook og einnig geta þeir sem ekki komast á fundinn skráð sig á facebook sem stofnmeðlim samtakanna. Við getum gert þetta saman Sigurþóra Bergsdóttir, mamma og stjórnarformaður Minningarsjóðs Bergs Snæs.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar