Fýlukast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. september 2018 08:00 Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla!
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun