Reiða fólkið á meðal okkar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Alkunna er að það hefur ekki góð áhrif á fólk að reiðast svo mjög að það helli úr skálum reiði sinnar. Þegar þetta hendir fólk sem venjulega er fremur gefið fyrir rólegheit þá verður það hálf dasað á eftir og jafnvel skömmustulegt. Það hefur á tilfinningunni að það hafi gert sig að fífli og skilur ekki sjálft hvernig það asnaðist til að láta neikvæða orku ná slíkum ofurtökum á sér. Viðkomandi heitir sjálfum sér því að endurtaka leikinn ekki í bráð. Þetta á þó alls ekki við um alla, því í íslensku samfélagi eru fjölmargir sem þrífast á reiði. Þessir einstaklingar vakna einbeittir á hverjum morgni, tilbúnir í slag dagsins. Þeir vita að það er ansi margt sem ástæða er til að æsa sig yfir og þeir ætla sannarlega ekki að missa af tækifæri til þess. Eitt af fyrstu verkefnum þeirra er því að kanna hvort einhver hafi ekki örugglega sagt eða gert einhverja vitleysu sem hægt sé að skammast yfir á netinu. Stundum liggur ekki alveg ljóst fyrir að svo sé, en þá er fylgt hinni klassísku ráðleggingu: Leitið og þér munuð finna. Afli dagsins er yfirleitt góður. Í nútímasamfélagi vill nefnilega svo til að svo að segja allir eru að tjá skoðanir sínar. Það má stöðugt agnúast út í einhverja þeirra. Þannig má eyða dágóðum hluta sólarhringsins í að hella sér yfir náungann. Svo heppilega vill til að margir sem viðra skoðanir sínar eiga það til að nota orð sem eru ekki alveg nákvæm, jafnvel klaufaleg, og þá er verulega gaman að hártoga þau og snúa út úr þeim þannig að viðkomandi neyðist jafnvel til að biðjast opinberlega afsökunar á skoðun sinni og afneita henni. Það gerir alltaf lukku hjá reiða fólkinu þegar einhver verður verulega aumur og stynur upp afsökunarorðum sem sýna að hann þráir að vera í náðinni. Nútímatækni er líka svo sniðug að það má hella svívirðingum yfir einstakling án þess að þurfa að standa frammi fyrir viðkomandi, sem gerir það enn auðveldara að gera lítið úr honum og opinbera fyrir öðrum að hann sé algjör asni og skoðanir hans ömurlegar. Reiðir einstaklingar sem hafa svo ríka þörf til að tjá sig á netinu á neikvæðan hátt hafa vitaskuld einstaka hæfileika til að láta hluti fara í taugarnar á sér. Einhverjir með rólyndari lund myndu sannarlega ráðleggja þeim að leiða hluti hjá sér, því ekki væri ástæða til að æsa sig yfir hverju sem er og svo sé alls ekki nauðsynlegt að hafa sterkar skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Svoleiðis rök bíta ekki á reiða fólkið. Reiði þess er yfirleitt með áberandi sterkum geðvonskublæ, því er stöðugt misboðið, jafnt í stóru sem smáu. Það fyllist heilagri vandlætingu nánast út af hverju sem er. Reiða fólkið er á meðal okkar. Það hefur gríðarlegt úthald og hefur auk þess unun af að dekra við reiði sína. Þannig líður því einfaldlega best.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun