Sveitarfélögin skora – boltinn hjá Alþingi Erna Reynisdóttir skrifar 21. ágúst 2018 07:45 Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú fer sá tími í hönd þegar grunnskólabörn og forráðamenn þeirra hafa flykkst í ritfangaverslanir með innkaupalista í hendi með tilheyrandi streitu og fjárútlátum. En ekki þetta haustið. Nú munu grunnskólabörn víðast hvar fá skólagögnin sín afhent þegar þau mæta í skólann. Komist verður hjá samanburði meðal barnanna – því allir fá eins. Jafnframt má gera ráð fyrir að nýtnin verði betri með þessu fyrirkomulagi og sóun því minni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa undanfarin misseri haft frumkvæði að því að skora á yfirvöld að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna vegna skólagagna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema möguleikann á slíkri gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Samkvæmt nýlegri samantekt Barnaheilla njóta nú svo til öll grunnskólabörn á Íslandi gjaldfrjálsrar grunnmenntunar frá og með því skólaári sem nú er að hefjast. Fjöldi foreldra hefur haft samband við samtökin og þakkað fyrir þetta framtak og því ljóst að þessi breyting skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur grunnskólabarna, ekki síst barnmargar fjölskyldur. Setningar eins og „svo mikið jafnréttismál“, „okkur munar alveg um tíu þúsund krónurnar“ og „á eftir að bæta líðan barna“ segja allt sem segja þarf um mikilvægi þessa baráttumáls. Búast má við að einhverjir byrjunarörðugleikar verði og því mikilvægt að heimilin og skólinn hjálpist að og sýni hvort öðru þolinmæði og skilning og láti það ekki bitna á börnunum ef einhverjir hnökrar eru á innleiðingu þessa fyrirkomulags. Barnaheill hvetja forráðamenn grunnskólabarna til að vera vakandi fyrir því að staðið sé við gefin loforð. Jafnframt hvetja samtökin þá sem búa í þeim örfáu sveitarfélögum sem ekki hafa stigið þetta skref til að skora á sveitarstjórnir sínar að afnema kostnaðarþátttöku eins fljótt og kostur er. Í 28. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að grunnmenntun eigi að vera börnum endurgjaldslaus og það ber að virða. Við hjá Barnaheillum munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Alþingi hefur breytt 31. grein grunnskólalaga á þann veg að enginn vafi leiki á að kostnaðarþátttaka heimilanna í skólagögnum sé óheimil. Það er jafnréttismál að tryggja til framtíðar að öll börn sitji við sama borð varðandi þennan kostnað óháð búsetu. Barnaheill byggja allt sitt starf á frjálsum framlögum og styrkjum. Nánari upplýsingar um verkefni Barnaheilla og hvernig má styðja við þau er að finna á vefsíðu samtakanna, www.barnaheill.is.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun