Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun