Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:59 Áhætta. Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira