Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2018 19:15 nda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37